Ferðaþjónusta

Í Vallanesi er boðið uppá ýmsa matarupplifun og þjónustu við ferðamenn yfir sumarmánuðina. Byggt hefur verið hús úr íslensku timbri, Asparhúsið, hvar starfrækt er verslun með afurðir staðarins frá apríl  – október frá kl 9-18.00 mánudaga – föstudaga, en opið er alla daga júní, júlí og ágúst.  Í boði er staðbundinn morgunmatur og léttir grænmetisréttir byggðir á hráefni beint af akrinum.

Gistimöguleikar eru í uppábúnum rúmum eða í svefnpokaplássum.

Boðið er uppá fjölbreytt form heimsókna fyrir hópa og hægt að sníða heimsóknir eftir þörfum og stærð hópsins.

Í Vallanesi er opið svæði með aðstöðu til að njóta skógarins á göngustígnum Ormurinn og er svæðið opið almenningi.

- Go back