Asparhúsið

Móðir Jörð hefur byggt hús í Vallanesi úr viði úr skógrækt staðarins.  Húsið hýsir verslun Móður Jarðar þar sem í boði eru ýmsar lífrænar mat- og heilsuvörur sem framleiddar eru á staðnum úr íslensku hráefni, sem og ferskt grænmeti.   Í Vallanesi er boðið uppá staðbundinn morgunverð úr íslensku byggi og létta grænmetisrétti í hádeginu úr fersku, íslensku og útiræktuðu grænmeti.  Opið er alla daga júní – ágúst frá kl 9-18.00.  Opið virka daga frá 9-18 á öðrum árstímum.

- Go back