WWOOF

Vallanes á Fljótsdalshéraði hefur um árabil verið þátttakandi í alþjóðasamtökunum WWOOF (World Wide Opportunities On Organic Farms) sem eru alþjóðleg, viðurkennd sjálfboðaliðasamtök sem gefa fólki tækifæri til að fræðast um og taka þátt í lífrænum búskap.  WWOOF starfar í 100 löndum og var stofnað árið 1971 til að styðja við og kynna fólki  lífrænan landbúnað.  Sjálfboðaliðarnir dvelja í skamman tíma á búunum, kynnast ræktunarstörfum, fólkinu sem þar býr og að lifa umhverfisvænum lífstíl. Lögð er áhersla á fræðslu um umhverfismál og sjálfbærni.

Vallanes er einnig í samstarfi við Landbúnaðarháskóla í Evrópu um starfsnám og dvelja nemendur þá í 1-3 mánuði í senn.

WWOOF er afbragðs ferðamáti sem nýtur sívaxandi vinsælda.  Viljir þú kynna þér WWOOF og þau lífrænu bú og gestgjafa víðs vegar um heiminn getur þú skoðað þá hér:

http://wwoofinternational.org/

 

- Go back