Niðurstaða Persónuverndar

Vallanesi, 4. apríl 2018

Persónuvernd birti í mars mánuði álit sitt vegna kvörtunar Móður Jarðar í kjölfar eftirlitsheimsóknar í Vallanesi 9. júní 2016 líkt og greint hefur verið frá í fréttum.  Tilefnið var umfjöllun AFLS Starfsgreinafélags á Egilsstöðum sem var þátttakandi í eftirlitinu og birt var í kjölfarið.  Nefndin féllst á sjónarmið Móður Jarðar að umfjöllun og myndbirtingin hafi verið ósanngjörn og ekki átt sér stoð í lögum.  Álitið má lesa hér í heild sinni:

https://www.personuvernd.is/efst-a-baugi/urskurdir-og-alit/2018/alit-um-myndbirtingu-ur-eftirlitsheimsokn-mal-nr-2016-1860

Móðir Jörð ehf leggur sig fram um að virða samninga á vinnumarkaði gagnvart sínu starfsfólki og er ekki yfir eftirlit hafin.  Fyrirtækið, starfsfólk og gestir sættu hins vegar ómálefnalegri og ósanngjarnri meðferð í kjölfar umræddrar eftirlitsheimsóknar af hendi eins af eftirlitsaðilum (AFLI Starfsgreinafélags á Egilsstöðum).  Sú megin regla gildir á Íslandi að rekstraraðilum gefist svigrúm til að svara athugasemdum og fái sanngjarna málsmeðferð þótt ágreiningur geti risið um efnisatriði.

Móðir Jörð hafnar þeirri skoðun AFLS Starfsgreinafélag að dvöl sjálfboðaliða frá WWOOF hjá búinu brjóti í bága við vinnulöggjöf eða ógni vinnumarkaði með nokkrum hætti.  WWOOF er alþjóðlegur félagsskapur með langa sögu sem snýst um menningu og að deila þekkingu á lífrænum landbúnaði.  Við teljum ekki ástæðu til annars en að Ísland taki þátt í þessu verkefni með öðrum þjóðum.

 

- Back to products